Innlent

Fjölmenni á Seðlabankamótmælum

Talið er að á bilinu 300-500 manns hafi safnast saman nú í hádeginu á Arnarhóli þar sem boðað hafði verið til mótmæla.

Þar var krafist afsagnar bankastjórnar Seðlabankans vegna þess öngstrætis sem peningamálastefna þjóðarinnar er komin í og þeirra hörmunga sem dynja á þjóðinni.

Gjallarhorn var á staðnum og létu nokkrir í sér heyra á Arnarhóli áður en gengið var að Seðlabankanum og mótmælunum haldið áfram. Þá tók tónlistarmaðurinn KK lagið á mótmælunum.









MYND/Anton
MYND/Stöð 2
MYND/Stöð 2
MYND/Anton
MYND/Anton
MYND/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×