Nýr Glitnir tekur til starfa 15. október 2008 09:10 MYND/Glitnir Nýr Glitnir tók til starfa í morgun undir stjórn Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis. Þetta staðfesti Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, í samtali við fréttastofu. Hann sagði aðspurður að skilanefnd væri búin að fá tillögur í starfsmannamálum bankans en eftir ætti að ganga frá þeim. Um þúsund manns störfuðu hjá Glitni áður en hann var tekinn yfir. Árni bendir á að gripið hafi verið til hagræðingaraðgerða fyrr á árinu og hefur starfsmönnum Glitnis þegar fækkað um 250. Árni bjóst því ekki við að skellurinn yrði jafnþungur hjá Glitni og Landsbankanum, en þar var um 300 manns sagt upp. Hinn nýi banki heitir Nýi Glitnir banki hf. og tekur yfir innlendar eignir Glitnis til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er hins vegar skilin frá eftir því sem segir á vef Fjármálaeftirlitsins. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Glitnis verða opin. Bankinn verður að fullu í eigu ríkisins og segir Fjármálaeftirlitið að með ákvörðuninni sé tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. „Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi s.s. lán og aðrar kröfur. Á næstu 30 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og skulda og lokauppgjör. Eigið fé nýja bankans verður 110 milljarðar króna sem ríkið leggur fram. Stærð efnahagsreiknings hins nýja banka verður um 1.200 milljarðar króna," segir á vef FME. Birna Einarsdóttir, hinn ný bankastjóri, hóf störf hjá Íslandsbanka, forvera Glitnis, fyrir um fjórum árum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála. Hún starfaði einnig að markaðsmálum hjá Royal Bank of Scotland í sex ár. Birna er viðskiptafræðingur frá HÍ og með MBA-próf frá Háskólanum í Edinborg. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nýr Glitnir tók til starfa í morgun undir stjórn Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis. Þetta staðfesti Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, í samtali við fréttastofu. Hann sagði aðspurður að skilanefnd væri búin að fá tillögur í starfsmannamálum bankans en eftir ætti að ganga frá þeim. Um þúsund manns störfuðu hjá Glitni áður en hann var tekinn yfir. Árni bendir á að gripið hafi verið til hagræðingaraðgerða fyrr á árinu og hefur starfsmönnum Glitnis þegar fækkað um 250. Árni bjóst því ekki við að skellurinn yrði jafnþungur hjá Glitni og Landsbankanum, en þar var um 300 manns sagt upp. Hinn nýi banki heitir Nýi Glitnir banki hf. og tekur yfir innlendar eignir Glitnis til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er hins vegar skilin frá eftir því sem segir á vef Fjármálaeftirlitsins. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Glitnis verða opin. Bankinn verður að fullu í eigu ríkisins og segir Fjármálaeftirlitið að með ákvörðuninni sé tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. „Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi s.s. lán og aðrar kröfur. Á næstu 30 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og skulda og lokauppgjör. Eigið fé nýja bankans verður 110 milljarðar króna sem ríkið leggur fram. Stærð efnahagsreiknings hins nýja banka verður um 1.200 milljarðar króna," segir á vef FME. Birna Einarsdóttir, hinn ný bankastjóri, hóf störf hjá Íslandsbanka, forvera Glitnis, fyrir um fjórum árum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála. Hún starfaði einnig að markaðsmálum hjá Royal Bank of Scotland í sex ár. Birna er viðskiptafræðingur frá HÍ og með MBA-próf frá Háskólanum í Edinborg.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira