Lífið

Ellen giftist kærustunni hvítklædd - myndir

Ellen DeGeneres og Portia De Rossi.
Ellen DeGeneres og Portia De Rossi.

Brúðkaup þáttastjórnandans Ellenar DeGeneres og leikkonunnar Portiu de Rossi fór fram í gærkvöldi á heimili Ellenar í Los Angeles.

Innan við 30 manns, aðeins nánustu vinir og ættingjar, mættu til veislunnar til að vera viðstaddir athöfnina sem fram fór að hluta til undir berum himni eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Bæði Ellen og Portia voru hvítklæddar frá toppi til táar.

Frá og með 17. júní gátu samkynhneigðir í Kaliforníu gengið í hjónaband því í maí á þessu ári felldi Hæstiréttur ríkisins úr gildi bann við slíkum hjónaböndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.