Lífið

Börnin eru minn innblástur, segir Íris

Íris Kristinsdóttir/MYND Fréttablaðið.
Íris Kristinsdóttir/MYND Fréttablaðið.

Íris Kristinsdóttir samdi texta við lag Halldórs Guðjónssonar sem sigraði í Ljósanæturlagasamkeppninni í ár. Fjörutíu lög voru send inn í keppnina. Vísir hafði samband við Írisi sem eignaðist sitt þriðja barn í apríl síðastliðnum.

„Ég söng lag fyrir Halldór í Ljósanæturkeppninni árið 2005. Ég laumaði því að honum þá að ég væri textahöfundur og hann gæti leitað til mín ef hann vildi sem og hann gerði og síðan þá höfum við átt gott samstarf. Ég samdi til dæmis texta við jólalagið Jólabærinn sem ég syng og hefur hljómað í útvarpinu síðustu tvö árin," segir Íris.

„Okkar samstarf er mjög gott. Halldór kemur með demó til mín með vinnutexta sem ég svo sem nýjan texta við," segir Íris um samstarf hennar og Halldórs.

Móðurhlutverkið skemmtilegt

„Það gengur svo fínt að vera mamma. Það er búið að vera svo dásamlegt sumar en við erum búin að ferðast mikið innanlands og hafa það svo huggulegt. Börnin eru svo mikill innblástur að það væri synd að nýta ekki tækifærið og skella sér á gítarinn. Þau hafa svo gaman af því líka þegar mamma spilar. Nema að ég þarf yfirleitt að spila Gamla nóa svona 10 sinnum í leiðinni, sem er bara gaman, segir Íris að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.