Lífið

Katie Melua óttast um fjölskyldu sína í Georgíu

Söngfuglinn og Íslandsvinurinn Katie Melua óttast um fjölskyldu sína þessa dagana en hún er ættuð frá Georgíu þar sem nú geysa harðir bardagar á milli Rússa og Georgíumanna. Hún hringdi í mömmu sína sem býr í höfuðborginni Tbilisi en þar er allt með kyrrum kjörum enn sem komið er.

Melua á sextán ára bróður sem býr í Georgíu og óttast hún að hann dragist inn í stríðsátökin. Melua ólst upp í Georgíu en býr nú í London. Hún er á tónleikaferðalagi um Þýskaland og ferð hennar er heitið til Georgíu eftir hálfan mánuð ef bardagarnir koma ekki í veg fyrir það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.