Lífið

Keira Knightley : Ég á fáa fræga vini

Keira Knightley og Rupert Friend.
Keira Knightley og Rupert Friend.

Leikkonan Keira Knightley, sem hefur ferðast undanfarið um heiminn að kynna kvikmyndina The Duchess, er ánægð í faðmi kærastans, Rupert Friend, ef marka má meðfylgjandi myndir sem teknar voru af parinu á rölti um götur Lundúna.

Langt frá því að vera partídýr.

Keira, sem er 23 ára gömul, segist ekki fá mikið út úr því að stunda næturlífið:

„Ég er félagsvera þó ég fái ekkert út úr því að sækja næturklúbba," segir Keira.

„Í fyrra fór ég i Vanity Fair partý eftir Óskarsverðlaunaafhendinguna og stóð ein út í horni allt kvöldið og drakk kampavín. Ég á fáa fræga vini."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.