Erlent

Hvetja til allsherjarverkfalls í Simbabve

Lögreglumenn voru við öllu búnir í Harare, höfðuborg Simbabve, í gær þegar hæstiréttur landsins kvað upp úrskurð sinn.
Lögreglumenn voru við öllu búnir í Harare, höfðuborg Simbabve, í gær þegar hæstiréttur landsins kvað upp úrskurð sinn. MYND/AP

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Simbabve hafa hvatt landsmenn til þess að leggja niður vinnu til þess að mótmæla þeirri ákvörðun hæstaréttar að hafna kröfu stjórnarandstöðunnar um að birta úrslit forsetakosninga án tafar.

Rúmar tvær vikur eru síðan gengið var til kosninga en enn bólar ekkert á niðurstöðum. Stjórnarandstæðingar halda því fram að það sé vegna þess að hin þaulsetni Robert Mugabe forseti hafi tapað fyrir Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Í stað þess að efna til mótmæla hvatti stjórnarandstaðan til allsherjarverkfalls en óvíst er um áhrif þess þar sem fjórir af hverjum fimm í Simbabve eru atvinnulausir. Loft er sagt lævi blandið í landinu og bæði lögreglu- og hermenn eru sagðir á ferli af ótta við að upp úr sjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×