Tryggðu sér sigur með síðustu snertingu leiksins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2008 19:02 Þróttarar fögnuðu í kvöld dýrmætum 3-2 sigri á Fylki í Árbænum í kvöld eftir að hafa lent tvívegis undir og skorað sigurmark leiksins með síðustu snertingu leiksins, ef frá er talin miðjan sem Fylkismenn tóku eftir markið. Fylkir komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Þóris Hannessonar og Jóhannes Þórhallssonar. En Þróttarar, sem voru afar sprækir lengst af í leiknum, neituðu að játa sig sigraða. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hjörtur Hjartarson úr víti í síðari hálfleik. Það var svo varnarmaðurinn Michael Jackson sem tryggði Þrótti sigur í blálokin. Þórir skoraði fyrsta mark Fylkis eftir laglega stungusendingu Vals Fannars Gíslasonar á sextándu mínútu. Skömmu síðar kom Magnús Már inn á sem varamaður fyrir Adolf Sveinsson sem á við meiðsli að stríða. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið á 38. mínútu með skoti úr vítateignum. Þróttarar voru talsvert öflugri í fyrri hálfleik og áttu tvö skot í stöng. Í síðara skiptið átti Magnús Már laglegt þríhyrningsspil við Hjört Hjartarson og var Magnús óheppinn að boltinn fór ekki inn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora síðari hálfleik. Aftur kom Þórir við sögu en hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu. Þaðan barst boltinn beint fyrir fætur Jóhanns Þórhallsonar sem skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar fengu Fylkismenn tækifæri til að auka muninn enn frekar er Jóhann var kominn einn gegn markverði Þróttar eftir sendingu Allans Dyring. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar slakt skot Jóhanns. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora eftir þetta og var til að mynda bjargað á línu báðum megin á vellinum. Síðara jöfnunarmark Þróttar kom svo úr víti þegar átta mínútur voru til leiksloka. Valur Fannar Gíslason gerði sig sekan um að brjóta á Hirti Hjartarsyni sem skoraði sjálfur úr spyrnunni af miklu öryggi. Þróttarar gerðu sig frekar líklegri til að skora sigurmarkið og uppskáru það í blálok leiksins er Michael Jackson skoraði með skalla. Fyrir vikið er Þróttur komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Fylkir er enn í fimmta sæti með níu stig.Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en til að komast þar inn nægir að setja inn slóðina visir.is/boltavakt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Þróttarar fögnuðu í kvöld dýrmætum 3-2 sigri á Fylki í Árbænum í kvöld eftir að hafa lent tvívegis undir og skorað sigurmark leiksins með síðustu snertingu leiksins, ef frá er talin miðjan sem Fylkismenn tóku eftir markið. Fylkir komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Þóris Hannessonar og Jóhannes Þórhallssonar. En Þróttarar, sem voru afar sprækir lengst af í leiknum, neituðu að játa sig sigraða. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hjörtur Hjartarson úr víti í síðari hálfleik. Það var svo varnarmaðurinn Michael Jackson sem tryggði Þrótti sigur í blálokin. Þórir skoraði fyrsta mark Fylkis eftir laglega stungusendingu Vals Fannars Gíslasonar á sextándu mínútu. Skömmu síðar kom Magnús Már inn á sem varamaður fyrir Adolf Sveinsson sem á við meiðsli að stríða. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið á 38. mínútu með skoti úr vítateignum. Þróttarar voru talsvert öflugri í fyrri hálfleik og áttu tvö skot í stöng. Í síðara skiptið átti Magnús Már laglegt þríhyrningsspil við Hjört Hjartarson og var Magnús óheppinn að boltinn fór ekki inn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora síðari hálfleik. Aftur kom Þórir við sögu en hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu. Þaðan barst boltinn beint fyrir fætur Jóhanns Þórhallsonar sem skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar fengu Fylkismenn tækifæri til að auka muninn enn frekar er Jóhann var kominn einn gegn markverði Þróttar eftir sendingu Allans Dyring. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar slakt skot Jóhanns. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora eftir þetta og var til að mynda bjargað á línu báðum megin á vellinum. Síðara jöfnunarmark Þróttar kom svo úr víti þegar átta mínútur voru til leiksloka. Valur Fannar Gíslason gerði sig sekan um að brjóta á Hirti Hjartarsyni sem skoraði sjálfur úr spyrnunni af miklu öryggi. Þróttarar gerðu sig frekar líklegri til að skora sigurmarkið og uppskáru það í blálok leiksins er Michael Jackson skoraði með skalla. Fyrir vikið er Þróttur komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Fylkir er enn í fimmta sæti með níu stig.Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en til að komast þar inn nægir að setja inn slóðina visir.is/boltavakt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira