Tryggðu sér sigur með síðustu snertingu leiksins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2008 19:02 Þróttarar fögnuðu í kvöld dýrmætum 3-2 sigri á Fylki í Árbænum í kvöld eftir að hafa lent tvívegis undir og skorað sigurmark leiksins með síðustu snertingu leiksins, ef frá er talin miðjan sem Fylkismenn tóku eftir markið. Fylkir komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Þóris Hannessonar og Jóhannes Þórhallssonar. En Þróttarar, sem voru afar sprækir lengst af í leiknum, neituðu að játa sig sigraða. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hjörtur Hjartarson úr víti í síðari hálfleik. Það var svo varnarmaðurinn Michael Jackson sem tryggði Þrótti sigur í blálokin. Þórir skoraði fyrsta mark Fylkis eftir laglega stungusendingu Vals Fannars Gíslasonar á sextándu mínútu. Skömmu síðar kom Magnús Már inn á sem varamaður fyrir Adolf Sveinsson sem á við meiðsli að stríða. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið á 38. mínútu með skoti úr vítateignum. Þróttarar voru talsvert öflugri í fyrri hálfleik og áttu tvö skot í stöng. Í síðara skiptið átti Magnús Már laglegt þríhyrningsspil við Hjört Hjartarson og var Magnús óheppinn að boltinn fór ekki inn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora síðari hálfleik. Aftur kom Þórir við sögu en hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu. Þaðan barst boltinn beint fyrir fætur Jóhanns Þórhallsonar sem skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar fengu Fylkismenn tækifæri til að auka muninn enn frekar er Jóhann var kominn einn gegn markverði Þróttar eftir sendingu Allans Dyring. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar slakt skot Jóhanns. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora eftir þetta og var til að mynda bjargað á línu báðum megin á vellinum. Síðara jöfnunarmark Þróttar kom svo úr víti þegar átta mínútur voru til leiksloka. Valur Fannar Gíslason gerði sig sekan um að brjóta á Hirti Hjartarsyni sem skoraði sjálfur úr spyrnunni af miklu öryggi. Þróttarar gerðu sig frekar líklegri til að skora sigurmarkið og uppskáru það í blálok leiksins er Michael Jackson skoraði með skalla. Fyrir vikið er Þróttur komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Fylkir er enn í fimmta sæti með níu stig.Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en til að komast þar inn nægir að setja inn slóðina visir.is/boltavakt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þróttarar fögnuðu í kvöld dýrmætum 3-2 sigri á Fylki í Árbænum í kvöld eftir að hafa lent tvívegis undir og skorað sigurmark leiksins með síðustu snertingu leiksins, ef frá er talin miðjan sem Fylkismenn tóku eftir markið. Fylkir komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Þóris Hannessonar og Jóhannes Þórhallssonar. En Þróttarar, sem voru afar sprækir lengst af í leiknum, neituðu að játa sig sigraða. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hjörtur Hjartarson úr víti í síðari hálfleik. Það var svo varnarmaðurinn Michael Jackson sem tryggði Þrótti sigur í blálokin. Þórir skoraði fyrsta mark Fylkis eftir laglega stungusendingu Vals Fannars Gíslasonar á sextándu mínútu. Skömmu síðar kom Magnús Már inn á sem varamaður fyrir Adolf Sveinsson sem á við meiðsli að stríða. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið á 38. mínútu með skoti úr vítateignum. Þróttarar voru talsvert öflugri í fyrri hálfleik og áttu tvö skot í stöng. Í síðara skiptið átti Magnús Már laglegt þríhyrningsspil við Hjört Hjartarson og var Magnús óheppinn að boltinn fór ekki inn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora síðari hálfleik. Aftur kom Þórir við sögu en hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu. Þaðan barst boltinn beint fyrir fætur Jóhanns Þórhallsonar sem skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar fengu Fylkismenn tækifæri til að auka muninn enn frekar er Jóhann var kominn einn gegn markverði Þróttar eftir sendingu Allans Dyring. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar slakt skot Jóhanns. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora eftir þetta og var til að mynda bjargað á línu báðum megin á vellinum. Síðara jöfnunarmark Þróttar kom svo úr víti þegar átta mínútur voru til leiksloka. Valur Fannar Gíslason gerði sig sekan um að brjóta á Hirti Hjartarsyni sem skoraði sjálfur úr spyrnunni af miklu öryggi. Þróttarar gerðu sig frekar líklegri til að skora sigurmarkið og uppskáru það í blálok leiksins er Michael Jackson skoraði með skalla. Fyrir vikið er Þróttur komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Fylkir er enn í fimmta sæti með níu stig.Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en til að komast þar inn nægir að setja inn slóðina visir.is/boltavakt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira