Lífið

Bílamarkaðurinn skorar á bílasölur að styrkja Ellu Dís

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þröstur Karelsson ásamt Ellu Dís og Rögnu móður hennar. Myndarleg ávísun trónir fyrir ofan stúlkuna.
Þröstur Karelsson ásamt Ellu Dís og Rögnu móður hennar. Myndarleg ávísun trónir fyrir ofan stúlkuna. MYND/Bílamarkaðurinn
Bílasalan Bílamarkaðurinn í Kópavogi skorar á allar bílasölur landsins að gefa 100.000 krónur til styrktar Ellu Dísar Laurens sem þjáist af sjálfsofnæmi og Vísir hefur fylgst náið með síðan í fyrra. Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins, færði móður Ellu Dísar 100.000 krónur í dag og skorar Þröstur á allar bílasölur og jafnvel líka bílafjármögnunarfyrirtæki að styrkja Ellu Dís.

 

„Við teljum að 50 bílasölur séu starfandi á Íslandi og ef allar myndu styrkja Ellu Dís um 100.000 krónur hver, myndi fjárhagsleg byrði vegna veikinda Ellu Dísar lækka umtalsvert. Ragna, móðir Ellu Dísar, þakkaði að vonum vel fyrir stuðninginn.

Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikning Ellu Dísar nr. 0525-15-020106, kt. 020106-3870.

Þá er hér slóð að bloggsíðu hennar fyrir þá fjölmörgu sem vilja fylgjast með baráttunni: http://blogg.visir.is/elladis/

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.