Lífið

Motion Boys prufukeyra heimagerðan hljóðgervil í nýju lagi

Five 2 Love, nýtt lag drengjanna í Motion Boys kemur út í dag. Fyrsta plata sveitarinnar, Hang On, kemur út 1.október næstkomandi. Sena gefur plötuna út, en hún var tekin upp í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í sumar og var sá hinn sami einmitt upptökustjóri plötunnar.

Five 2 Love er fyrsta lagið með Motion Boys þar sem heyra má í CPL- 593H sem er hljóðgervill smíðaður af hljómsveitinni. Hljóðgervillinn er frekar klunnalegur í útliti og þarf mikið rafmagn enda um frumgerð að ræða en Motion Boys ætla þó ekki að láta það aftra sér frá því að nota hann á komandi tónleikum. Hljóðgerfillinn er í dag stór partur af hljóðheimi sveitarinnar.

Richard M. Banksley er fyrrum upptökumaður og rafmagnsverkfræðingur sem hljómsveitin kynntist í Bath á Englandi á síðasta ári. Hann hjálpaði Motion Boys að smíða gripinn. Banksley er ýmsu kunnur en þess má geta að hann vann að gerð Oberheim OB-1 hljóðgervilsins sem kom út árið 1978. Banksley vinnur í dag sem kennari við háskólann í Bath og hefur nýlega verið ráðinn aðstoðarmaður Nigel Perrin í Bach-kórnum í Bath.

Nýja lagið má heyra á Myspace síðu sveitarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.