Lífið

Verður barist um síðustu beddana?

Á hátíðinni verður meðal annars sýnd krassandi heimildamynd um hljómsveitina Mínus.
Á hátíðinni verður meðal annars sýnd krassandi heimildamynd um hljómsveitina Mínus.
„Fólk þarf að fara að hafa hraðar hendur," segir Geir Gestsson, einn aðstandenda heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði. Hann segir stefna hraðbyri í það að gistirými í bænum verði uppbókuð á meðan á hátíðinni stendur. „Það er alveg ótrúlega mikill áhugi á þessu," segir Geir.

Fleiri en 30 íslenskar myndir hafa verið staðfestar til þáttöku á hátíðinni, sem fer fram dagana 9-12 maí. Hinn virti Albert Maysles verður heiðursgestur hátíðarinnar, og verða fjórar mynda hans sýndar þar. Þeirra á meðal er Gimme Shelter sem gerð var árið 1970 og sýnir líf og störf ofurgrúppunnar The Rolling Stones.

Það er því engin hætta á því að gestum hátíðarinnar þurfi að láta sér leiðast. Auk kvikmyndaveislunnar geta gestir farið í siglingu um fjörðinn, gætt sér á plokkfiski í boði kvenfélagsins, og brugðið undir sig betri fætinum á sveitaballi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.