Lífið

Mamma Ellu Dísar bloggar

Ragna Erlendsdóttir móðir Ellu Dísar, litlu stúlkunnar sem er með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm hefur byrjað að blogga á Vísi. Í desember birti Vísir myndbrot af Ellu Dís, en þá var hún smám saman að missa mátt í höndum.

Fyrir stuttu kom Ragna heim frá Bretlandi með dætur sínar tvær, Ellu Dís sem er tveggja ára, og Jasmín fjögurra ára. Þar heimsóttu stelpurnar pabba sinn og Ragna leitaði til sérfræðinga varðandi veikindi dóttur sinnar, en fékk alltaf sama leiðindasvarið: "Ella Dís er með 99,9% líkur á því að vera með ólæknandi sjúkdóm," segir á blogginu. Á sjö mánuðum hefur Ellu Dís farið mjög aftur. Hún var alheilbrigð en er nú lömuð í handleggjum og er hætt að geta gengið. Hrörnunin gengur hratt.

"Ég er líka að veikjast, komin með magasár og eitthvað i ristlinum," segir Ragna ennfremur, "svona lífsreynsla tekur víst sinn toll."

Þeir sem vilja styrkja þessa einstæðu móður er bent á styrktarreikning Ellu Dísar 0525-15-020106 Kt. 020106-3870

Umfjöllun Vísis um Ellu í desember






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.