Erlent

Efni sem líkist kalki fannst á Mars - tákn um líf?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Yfirborð Mars.
Yfirborð Mars. MYND/NASA

Bandaríska geimferðastofnunin NASA stendur nú á því eins og hundur á roði að steinefni sem líkist mjög hinu jarðneska kalki og leysist upp á örskotsstundu í sýrubaði finnist á rauða risanum Mars og sé hvorki meira né minna en órækt sönnunargagn um að á Mars hafi líf þrifist í fyrndinni - og er þá átt við fyrir milljörðum ára.

Þessar uppgötvanir voru kynntar í gær á bandaríska jarðeðlisfræðiþinginu í San Francisco og hélt Bethany Elmann frá Brown-háskólanum á Rhode Island því blákalt fram að að minnsta kosti eitt landssvæði á Mars gæfi sterklega til kynna að þar hefði einhvern tímann þrifist líf. Fréttastofan greindi frá því í júní að könnunarfarið Fönix hefði fundið ís á Mars svo hver veit nema fræðingarnir hafi rétt fyrir sér?

Aðrir kunna svo að spyrja hverjum sé ekki hreinlega alveg sama hvort líf hafi eða hafi ekki þrifist á þessari hrjóstrugu ísköldu plánetu sem við rétt greinum með berum augum. Breytir það nokkru fyrir þá sem hér á jörðinni búa?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×