Innlent

Utanríkisráðherra ræddi viðskiptamál við ítalskan starfsbróður

Ingibjörg Sólrún og Frattini.
Ingibjörg Sólrún og Frattini. MYND/Utanríkisráðuneytið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fundaði í dag með Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, í Róm. Þar ræddu þau meðal annars mikilvægi þess að fullgilda tvísköttunarsamning landanna. Kvaðst Frattini myndu beita sér fyrir fullgildingu samningsins en Íslendingar hafa þegar fullgilt hann.

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að önnur viðskiptamál landanna hafi einnig verið rædd auk þess sem ráðherrarnir ræddu framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og málefni EES og þróunarsjóðs EFTA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×