Innlent

Brotist inn í þjónustuhús á Þingvöllum

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú innbrot í þjónustuhús þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu sem átti sér stað í morgun.

Í dagbók lögreglunnar segir að talið sé að engu hafi verið stolið en öryggiskerfi mun hafa farið af stað þegar brotist var inn. Öryggisvörður hjá Securitas hélt þegar á staðinn frá Reykholti í Biskupstungum en á Gjábakkavegi mætti hann bifreið sem lögregla fann svo mannlausa á Laugarvatni. Málið er í rannsókn sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×