Rýtingur í bakið 9. júní 2008 14:36 Kormákur Geirharðsson. Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir ekki koma til greina annað en að þeim takist að hnekkja ákvörðun borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma Ölstofunnar og Vegamóta en bréf þess efnis barst í síðustu viku eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardag. Hann er sérstaklega ósáttur við að fá bréfið í kjölfarið á fundi sem hann sat með þeim sem með þessi mál fara, þar á meðal borgarstjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum var mikið rætt um aukið samstarf á milli yfirvalda og veitingamanna í borginni og því finnst Kormáki einhliða ákvörðun af þessu tagi koma á óvart. „Á þessum fundi sátu tveir eða þrír aðilar sem vissu að bréfið var á leiðinni en á það var ekki minnst, " segir hann. „Þetta er mjög skrítið í ljósi þess að við höfum verið beðnir um aukið samstarf af hálfu lögreglu og borgar og jafnvel verið beðnir um að fjölga starfsfólki til að halda rónni í bænum," segir Kormákur. „Við erum ekkert ofsalega hrifnir af því að vera að sýna þennan samstarfsvilja og fá síðan rýtinginn í bakið." Hann segir eðlilegra að lögregla sýni þeim biðlund í málum sem þessum og gefi þeim færi á að laga það sem þarf að laga áður en gripið er til svo harkalegra aðgerða. Kormákur segir að Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar hafi tekið þá ákvörðun að stytta opnunartíma staðanna tveggja frá hálf sex til þrjú. Þá ákvörðun segir Kormákur byggða á skýrslum lögreglu en að aðeins sé horft til fjölda kvartana sem berast vegna staðanna en ekki til skýrslna sem lögreglumenn gera á vettvangi. „Lögfræðingur okkar er búinn að óska eftir þessum skýrslum ," segir Kormákur en hann segir að í samtölum sem hann hafi átt við lögreglumenn hafi komið fram að í langflestum tilvikum hafi lögregla komist að þeirri niðurstöðu að hávaði á stöðunum hafi ekki verið eins mikill og sá sem kvartaði vildi meina. Hann segir einnig að yfirleitt sé um sama nárgrannan að ræða sem er greinilega ósáttur við vertshúsin á Vegamótastíg. Kormákur segir heldur ekki ganga að örfáir nágrannar geti haft svo mikil áhrif á afkomu og haf fjölda fólks. „Við erum að reyna að reka fyrirtæki hérna með tugi manna í vinnu. Ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér að þeir taki þriðja kerskálann úr sambandi í Straumsvík vegna þess að einhver kona hringir og kvartar yfir því að það hafi fallið á þvottinn hennar," segir Kormákur að lokum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir ekki koma til greina annað en að þeim takist að hnekkja ákvörðun borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma Ölstofunnar og Vegamóta en bréf þess efnis barst í síðustu viku eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardag. Hann er sérstaklega ósáttur við að fá bréfið í kjölfarið á fundi sem hann sat með þeim sem með þessi mál fara, þar á meðal borgarstjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum var mikið rætt um aukið samstarf á milli yfirvalda og veitingamanna í borginni og því finnst Kormáki einhliða ákvörðun af þessu tagi koma á óvart. „Á þessum fundi sátu tveir eða þrír aðilar sem vissu að bréfið var á leiðinni en á það var ekki minnst, " segir hann. „Þetta er mjög skrítið í ljósi þess að við höfum verið beðnir um aukið samstarf af hálfu lögreglu og borgar og jafnvel verið beðnir um að fjölga starfsfólki til að halda rónni í bænum," segir Kormákur. „Við erum ekkert ofsalega hrifnir af því að vera að sýna þennan samstarfsvilja og fá síðan rýtinginn í bakið." Hann segir eðlilegra að lögregla sýni þeim biðlund í málum sem þessum og gefi þeim færi á að laga það sem þarf að laga áður en gripið er til svo harkalegra aðgerða. Kormákur segir að Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar hafi tekið þá ákvörðun að stytta opnunartíma staðanna tveggja frá hálf sex til þrjú. Þá ákvörðun segir Kormákur byggða á skýrslum lögreglu en að aðeins sé horft til fjölda kvartana sem berast vegna staðanna en ekki til skýrslna sem lögreglumenn gera á vettvangi. „Lögfræðingur okkar er búinn að óska eftir þessum skýrslum ," segir Kormákur en hann segir að í samtölum sem hann hafi átt við lögreglumenn hafi komið fram að í langflestum tilvikum hafi lögregla komist að þeirri niðurstöðu að hávaði á stöðunum hafi ekki verið eins mikill og sá sem kvartaði vildi meina. Hann segir einnig að yfirleitt sé um sama nárgrannan að ræða sem er greinilega ósáttur við vertshúsin á Vegamótastíg. Kormákur segir heldur ekki ganga að örfáir nágrannar geti haft svo mikil áhrif á afkomu og haf fjölda fólks. „Við erum að reyna að reka fyrirtæki hérna með tugi manna í vinnu. Ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér að þeir taki þriðja kerskálann úr sambandi í Straumsvík vegna þess að einhver kona hringir og kvartar yfir því að það hafi fallið á þvottinn hennar," segir Kormákur að lokum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira