Innlent

Sóley Tómasdóttir: Kynjaskipt leikföng hefta val barna

Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar
Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir

Eins og Vísir greindi frá í dag eru leikföngin sem fylgja barnaboxum á McDonald's þessa dagana skipt eftir kynjum og fá strákar myndir af leikmönnum á EM og stelpur leikföng tengt dansi.

Vísir leitaði til Sóleyjar Tómasdóttur, varaborgarfulltrúa og femínista hvað henni fyndist um að McDonald's væru með kynjaskipt leikföng. Um málið sagði hún ,,Þetta er gott dæmi um að samfélagið ákveður fyrirfram fyrir einstaklinga". Hún taldi þetta hefta val bæði stelpna og stráka.

,,Þetta snýst um að fólk hefur ekki val" sagði Sóley og tók dæmi af fæðingadeildum þar sem foreldrar eru ekki spurðir hvort börn þeirra séu klædd í bleikt eða blátt. Hún áleit að McDonald's ætti að spyrja krakka fremur hvað leikföng þau vildu þegar tvennt væri í boði eins og er þessa dagana á McDonald's í stað þess að ákveða fyrir fram hvað börnin myndu kjósa.


Tengdar fréttir

Kynjaskipt leikföng í barnaboxum McDonald’s

Nú þegar Evrópumótið í fótbolta er hafið eru komin ný leikföng í barnabox McDonald´s skyndibitakeðjunnar, fóboltamyndir af leikmönnum í keppninni. Myndirnar eru hins vegar ætlaðar strákum en fyrir stúlkurnar eru leikföng tengd dansi. McDonald’s á Íslandi fær leikföngin að utan en segir þetta fara eftir því sem flestir krakkarnir vilja. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR í Landsbankadeild kvenna telur að það ætti að vera sömu leikföng eða að minnsta kosti val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×