Innlent

Á landleið með fullfermi af síld

Að minnsta kosti tvö síldveiðiskip eru nú á landleið með fullfermi úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem þau fengu skammt frá Jan Mayen og þar eru sjö önnur íslensk skip að veiðum. Um borð í stærstu skipunum er síldin flökuð og fryst til manneldis, en önnur skip landa til bræðslu. Afurðaverð úr bræðslunni er mjög gott um þessar mundir, bæði fyrir lýsi og mjöl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×