Innlent

Eldur á Álfaskeiði

Eldur kom upp í tveggja hæða íbúð við Álfaskeið í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 16 í dag.

Einn drengur var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann sakaði ekki. Íbúðin er mikið skemmd á efri hæðinni en slökkvilið hefur ráðið niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×