Innlent

Lúðvík sammála Gunnari og Kristjáni Þór

Lúðvík Bergvinsson Mynd/GVA
Lúðvík Bergvinsson Mynd/GVA

Búist er við verulegum samdrætti á tekjum ríkissjóðs eins og spár fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar tekur undir með Gunnari Svavarssyni formanni fjárlaganefndar og Kristjáni Þór Júlíussyni varaformanni fjárlaganefndar og segir að fjárlög ,,verði að taka mið af ástandi efnahagsmála hverju sinni."

Gunnar Svavarsson sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardaginn að hugsanlega þurfi að fresta verkefnum vegna minnkandi tekna ríkissjóðs og nefndi þá sérstaklega byggingu nýs háskólasjúkrahúss. Kristján Þór Júlíusson sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að allt komi til greina og ,,skoða bæri hlutina fordæmalaust." Augljóst sé að draga þurfi úr útgjöldum.

Aftur á móti sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra í fréttum RÚV að honum þætti óeðlilegt að ,,ræða fjárlög á þessum tíma" og ekkert kalla á bygging sjúkrahússins verði slegið á frest. Guðlaugur sagði algjöra samstöðu ríkja innan ríkisstjórnarinnar og ekki vera ástæða að ,,hlaupa til vegna aðstaðna í þjóðfélaginu."

Lúðvík segir vinnu að nýjum fjárlögum standa yfir en of snemmt sé að segja til um ,,hvaða verkefni og þá hvort einhver verkefni verða sett til hliðar." Það sé síðari tíma mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×