Innlent

Mildaði dóm fyrir kjaftshögg á skemmtistað

MYND/GVA

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem dæmdur hafði verið fyrir að slá tönn úr öðrum manni á skemmtistað í miðborginni. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi en Hæstiréttur mildaði þann dóm í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Hins vegar voru miskabætur vegna árásarinnar hækkaðar úr 140 þúsund krónum í 300 þúsund þar sem ljóst var að postulínstönn hefði verið brotin í árásinni. Árásarmaðurinn hélt því fram að fórnarlambið hefði káfað á kynfærum kærustu sinnar. Fórnarlambið sagðist hafa ruglast á kærustum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×