Innlent

Gjaldeyrishöft tekin upp eftir tveggja áratuga hlé

Gjaldeyrishöft voru tekin upp í landinu að nýju í dag eftir tveggja áratuga hlé. Gjaldeyrir fyrir mat, lyfjum, olíuvörum og opinberum kostnað erlendis nýtur forgangs.

Erlendar úttektarheimildir á kreditkortum hafa verið takmarkaðar og Seðlabankinn hefur mælst til þess að framvísað sé farseðli við kaup á ferðamannagjaldeyri í bönkum.

Í tilkynningu Seðlabankans er tekið fram að þetta sé tímabundin temprun á útflæði gjaldeyris, sem gerð er vegna óvenjulegra aðstæðna. Sett verður upp forgangsafgreiðsla á gjaldeyri vegna vöru- og þjónustuinnflutnings og metið hvað teljist til nauðsynja. Í forgangi verða til dæmis matvara, lyf, olíuvörur og opinber kostnaður erlendis. Þetta á að greiða fyrir hinum miklu vandræðum sem fjöldi Íslendinga hafa fundið á eigin skinni síðustu daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×