Innlent

Lögreglan leitar enn að strokupilti

Viðar Marel Magnússon
Viðar Marel Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Viðari Marel Magnússyni en ýst var eftir Viðari í gærkvöldi. Ekki hefur lögreglu tekist að hafa upp á Viðari en vitað er af honum einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðar fór frá unglingaheimilinu Háholti í Borgarnesi mánudaginn 6. október en þar hefur hann dvalið að undanförnu.

Viðar er 16 ára 175 cm á hæð, grannvaxinn, með stutt skollitað hár, klæddur í bláar gallabuxur og græna hettupeysu og rauða skó. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvar Viðar er niður kominn eru vinsamlegst beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Höfuðborgrsvæðinu í síma 444 1100.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×