Innlent

Bílaumferð minnkandi á milli vikna

MYND/Anton Brink

Svo virðist sem kreppan sé þegar farin að hafa áhrif á bílaumferð í borginni því hún mældist marktækt minni í vikunni sem er að líða en í vikunni á undan.

Þannig fækkaði bílum á Sæbrautinni um 5,4 prósent milli vikna, um nærri sjö prósent á Kringlumýrarbrautinni og um rúm þrjú prósent í Ártúnsbrekkunni.

Haft er eftir Björgu Helgadóttur, landfræðingi hjá umhverfis- og samgöngusviði, að þetta megi hugsanlega skýra þannig að fleiri fari samferða í bílum til og frá vinnu eða skóla. Einnig þurfi að kanna hvort fleiri hafi nýtt sér almenningssamgöngur en áður en strætó fær nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík eftir að forgangsreinar voru teknar í notkun á Miklubraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×