Innlent

Fyrri ferð ferjunnar Sankti Ola til Eyja fellur niður í dag

Fyrri ferð ferjunnar Sankti Ola, sem leysir Herjólf af hólmi þessa dagana á meðan hann er í slilpp, fellur niður vegna viðgerða á skipinu eftir að það fékk á sig bortsjó skömmu eftir brottför frá Þorlákshöfn í gærkvöldi.

Þá brotnuðu þrjár stórar rúður í veitingasal, en svo vel vildi til að enginn af fjörutíu farþegum, sem voru með ferjunni, var nálægur. Farþegum var illa brugðið og var boðin áfallahjálp við komuna til Eyja klukkan hálf eitt í nótt, rösklega tveimur klukkustundum á eftir áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×