Norskur safnari leitar að rithönd Þorsteins Pálssonar 4. júlí 2008 15:24 Jan biðlar nú til Þorsteins Pálssonar fyrrum forsætisráðherra um að senda sér eiginhandaráritun. Jan Syvertsen er fjörutíu og tveggja ára gamall íbúi í Søgne í Noregi. Hann hefur safnað eiginhandaráritunum í rúmlega tuttugu og fimm ár. Jan safnar nú aðallega áritunum frá þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum. Hann á nokkrar íslenskar áritanir og biðlar nú til Þorsteins Pálssonar og Ingibjargar Sólrúnar um að senda sér rithönd sína. Jan á samtals 366 áritanir. „Þetta byrjaði nú bara þegar ég var ungur strákur. Þá fór ég á knattspyrnuleiki hjá liðum hér í Noregi og fékk áritanir hjá leikmönnum. Síðan byrjaði ég að skrifa bréf til leikara, tónlistarmanna og fleiri. Nú einbeiti ég mér aðallega að þjóðarleiðtogum," segir Jan þegar Vísir heyrði í honum. Jan á samtals 366 áritanir og geymir þær í tveimur aðskildum möppum. Önnur mappan er með fólki frá norðurlöndunum en hin fyrir aðrar heimsálfur. Flestar áritanirnar hefur hann fengið með bréfaskriftum en á síðustu árum hefur hann mikið notað tölvupóst. „Síðan hef ég keypt nokkrar en enga hef ég fengið með því að hitta manneskjuna," segir Jan sem heldur mest upp á áritun frá fyrrum forseta Rúmeníu Nicolai Ceausesscu. Hann á einnig áritanir frá forsetum Afganistan, Israel og nokkrar frá látnum forsetum frá Afríku. Jan segir söfnunaráráttuna koma í bylgjum og stundum líði langur tími þar sem hann gerir ekki neitt. Síðustu 2-3 ár hefur hann hinsvegar verið á fullu og skrifað bréf og tölvupósta til fjölda þjóðhöfðingja. Jan á áritanir frá Steingrími Hermannssyni, Geir Hallgrímssyni, Vigdísi Finnbogadóttur, Ólafi Ragnari, Kristjáni Eldjárn og Ólafi Jóhannessyni. „Ég skrifaði Steingrími, Geir og Vigdísi. En áritanirnar frá Kristjáni Eldjárn og Ólafi Jóhannessyni keypti ég af eiginhandaráritanafyrirtæki í Þýskalandi," segir Jan sem borgaði nokkur hundruð norskar krónur fyrir gripina. Jan reynir nú að fá áritanir frá Þorsteini Pálssyni fyrrum forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra. Hann segist hafa skrifað þeim nokkrum sinnum ekki fengið neitt svar. „Ég hef skrifað Ingibjörgu þrisvar en hún hefur aldrei svarað mér." Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Jan Syvertsen er fjörutíu og tveggja ára gamall íbúi í Søgne í Noregi. Hann hefur safnað eiginhandaráritunum í rúmlega tuttugu og fimm ár. Jan safnar nú aðallega áritunum frá þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum. Hann á nokkrar íslenskar áritanir og biðlar nú til Þorsteins Pálssonar og Ingibjargar Sólrúnar um að senda sér rithönd sína. Jan á samtals 366 áritanir. „Þetta byrjaði nú bara þegar ég var ungur strákur. Þá fór ég á knattspyrnuleiki hjá liðum hér í Noregi og fékk áritanir hjá leikmönnum. Síðan byrjaði ég að skrifa bréf til leikara, tónlistarmanna og fleiri. Nú einbeiti ég mér aðallega að þjóðarleiðtogum," segir Jan þegar Vísir heyrði í honum. Jan á samtals 366 áritanir og geymir þær í tveimur aðskildum möppum. Önnur mappan er með fólki frá norðurlöndunum en hin fyrir aðrar heimsálfur. Flestar áritanirnar hefur hann fengið með bréfaskriftum en á síðustu árum hefur hann mikið notað tölvupóst. „Síðan hef ég keypt nokkrar en enga hef ég fengið með því að hitta manneskjuna," segir Jan sem heldur mest upp á áritun frá fyrrum forseta Rúmeníu Nicolai Ceausesscu. Hann á einnig áritanir frá forsetum Afganistan, Israel og nokkrar frá látnum forsetum frá Afríku. Jan segir söfnunaráráttuna koma í bylgjum og stundum líði langur tími þar sem hann gerir ekki neitt. Síðustu 2-3 ár hefur hann hinsvegar verið á fullu og skrifað bréf og tölvupósta til fjölda þjóðhöfðingja. Jan á áritanir frá Steingrími Hermannssyni, Geir Hallgrímssyni, Vigdísi Finnbogadóttur, Ólafi Ragnari, Kristjáni Eldjárn og Ólafi Jóhannessyni. „Ég skrifaði Steingrími, Geir og Vigdísi. En áritanirnar frá Kristjáni Eldjárn og Ólafi Jóhannessyni keypti ég af eiginhandaráritanafyrirtæki í Þýskalandi," segir Jan sem borgaði nokkur hundruð norskar krónur fyrir gripina. Jan reynir nú að fá áritanir frá Þorsteini Pálssyni fyrrum forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra. Hann segist hafa skrifað þeim nokkrum sinnum ekki fengið neitt svar. „Ég hef skrifað Ingibjörgu þrisvar en hún hefur aldrei svarað mér."
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira