Innlent

Hanna Birna sátt og þakklát með niðurstöðuna

Hanna Birna Kristjánsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að hún sé sátt og þakklát fyrir þá niðurstöðu sem náðist á fundi borgarstjórnarflokksins í dag.

Hanna Birna segir að þetta hafi gengið hratt og vel fyrir sig. Jafnframt lét hún þess getið í viðtali á Stöð 2 í kvöldfréttunum að mikilvægt væri fyrir flokkinn að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson myndi starfa áfram að málefnum Reykvíkinga fram að næstu kosningum.

Vilhjálmur segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að taka þessa ákvörðun enda hafi hún lengi legið í loftinu. "Og ég vildi gera þetta fyrr en síðar til að eyða allri óvissu," segir hann.

Vilhjálmur lét þess ennfremur getið að einhugur væri innan borgarstjórnarflokksins með að Hanna Birna verði nú oddviti hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×