Lífið

SNL fer vel af stað - Fey gerði grín að Palin

Fey og Poehler í hlutverki Palin og Clinton
Fey og Poehler í hlutverki Palin og Clinton

Saturday Night Live (SNL) fer vel af stað í haust en fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar var eins og venjulega sýndur í beinni útsending frá New York á laugardag. Metáhorf var á þátinn sem er eins konar Spaugstofa í Bandaríkjunum.

Sundmaðurinn Michael Phelps var aðalgestur og þótti standa sig vel. En það var gamla kempan Tina Fey sem stal senunni ásamt Amy Poehler með grínatriði um Sarah Palin og Hillary Clinton.

Fey var lengi ein aðalstjarna SNL en hún fer nú með aðalhlutverkið í 30 Rock. Hún þykir ótrúlega lík Palin og var þess því beðið með eftirvæntingu hvort hún skellti sér ekki gervi hennar.

Fey olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum og fór á kostum í hlutverki Palin í opnunaratriði SNL.

Þátturinn hefur ekki fengið meira áhorf síðan árið 2001 og horfðu 66% fleiri á opnunarþáttinn ár en í fyrra.

Hæg er að sjá opnunaratriðið umtalaða hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.