Fótbolti

Aimar semur við Benfica

NordcPhotos/GettyImages

Argentínski landsliðsmaðurinn Pablo Aimar gekk í dag frá samningi við portúgalska félagið Benfica, en hann var áður á mála hjá Real Zaragoza sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni í sumar.

Sagt er að bæði Everton og Newcastle hafi haft mikinn hug á að fá "Trúðinn" í sínar raðir, en hann fór á endanum til Benfica fyrir um 6 milljónir punda eftir því sem Sky greinir frá í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×