Vilja halda öryrkjablokkum í Hátúni 15. janúar 2008 05:00 „Næsta ómögulegt er að vinna að endurhæfingu fólks sem býr í íbúðum Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni 10," segir Svavar Knútur Kristinsson, frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hann er einn þriggja skýrsluhöfunda sem unnu álitsgerð um aðstæður þeirra 300 manns sem búa í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og skilað var 2007. Álitsgerðin var stimpluð trúnaðarmál en hún var gerð að beiðni Sigursteins Mássonar, fyrrverandi formanns Öryrkjabandalags Íslands, og notaði hann hana meðal annars til að rökstyðja nauðsyn fyrir svokallaðri blöndun í Hátúni. Þeim hugmyndum hafði hann unnið að ásamt Helga Hjörvar, fyrrverandi formanni hússjóðs Öryrkjabandlagsins, og gengu þær út á að ófatlað fólk gæti flutt í Hátún 10 og unnið yrði að því að finna öryrkjum íbúðir í venjulegum íbúðarhverfum. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að Garðar Sverrisson, núverandi formaður hússjóðsins, ætli ekki að vinna út frá þeim hugmyndum. „Ég vil fá tækifæri til að ræða þetta mál við mitt fólk áður en ég tjái mig um það á opinberum vettvangi," sagði Garðar um málið. Í skýrslunni kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Í húsinu er mikið af veiku og óvinnufæru fólki, sem hefur lítið við að vera og fer lítið út fyrir húsið. Þetta leiðir til nokkurs konar iðjuleysisástands, þar sem gróusögur, illt umtal og virðingarskortur þrífast. Þá er einnig um það að ræða að gangarnir eru íverustaðir fólks. Ungt fólk sem kemur í húsið mætir þannig afar óheilbrigðu umhverfi og er það síst hvetjandi. Meðlimir hópsins hafa horft upp á ungt fólk detta inn í hina óheilbrigðu samfélagsgerð og hrörna mjög andlega og félagslega." Niðurstaða skýrsluhöfunda er að hagsmunum fatlaðra og veikra einstaklinga væri mun betur þjónað í smærri íbúðakjörnum og þjónustueiningum í samblöndun við samfélagið. Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og einn skýrsluhöfunda, segir miður að ekki eigi að snúa frá núverandi formi. „Mér finnst það stangast á við nútímahugmyndir sem tíðkast hafa lengi í nágrannalöndunum," segir hún. „Þetta hús er ekki barn síns tíma heldur afi síns tíma og ætti að vera búið að brjóta upp þessa íbúðarbyggð fyrir löngu," segir Svavar Knútur en bendir á að skoðun hans sé ekki áfellisdómur yfir fólkinu sem þar býr heldur þeim aðstæðum sem það býr við. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
„Næsta ómögulegt er að vinna að endurhæfingu fólks sem býr í íbúðum Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni 10," segir Svavar Knútur Kristinsson, frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hann er einn þriggja skýrsluhöfunda sem unnu álitsgerð um aðstæður þeirra 300 manns sem búa í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og skilað var 2007. Álitsgerðin var stimpluð trúnaðarmál en hún var gerð að beiðni Sigursteins Mássonar, fyrrverandi formanns Öryrkjabandalags Íslands, og notaði hann hana meðal annars til að rökstyðja nauðsyn fyrir svokallaðri blöndun í Hátúni. Þeim hugmyndum hafði hann unnið að ásamt Helga Hjörvar, fyrrverandi formanni hússjóðs Öryrkjabandlagsins, og gengu þær út á að ófatlað fólk gæti flutt í Hátún 10 og unnið yrði að því að finna öryrkjum íbúðir í venjulegum íbúðarhverfum. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að Garðar Sverrisson, núverandi formaður hússjóðsins, ætli ekki að vinna út frá þeim hugmyndum. „Ég vil fá tækifæri til að ræða þetta mál við mitt fólk áður en ég tjái mig um það á opinberum vettvangi," sagði Garðar um málið. Í skýrslunni kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Í húsinu er mikið af veiku og óvinnufæru fólki, sem hefur lítið við að vera og fer lítið út fyrir húsið. Þetta leiðir til nokkurs konar iðjuleysisástands, þar sem gróusögur, illt umtal og virðingarskortur þrífast. Þá er einnig um það að ræða að gangarnir eru íverustaðir fólks. Ungt fólk sem kemur í húsið mætir þannig afar óheilbrigðu umhverfi og er það síst hvetjandi. Meðlimir hópsins hafa horft upp á ungt fólk detta inn í hina óheilbrigðu samfélagsgerð og hrörna mjög andlega og félagslega." Niðurstaða skýrsluhöfunda er að hagsmunum fatlaðra og veikra einstaklinga væri mun betur þjónað í smærri íbúðakjörnum og þjónustueiningum í samblöndun við samfélagið. Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og einn skýrsluhöfunda, segir miður að ekki eigi að snúa frá núverandi formi. „Mér finnst það stangast á við nútímahugmyndir sem tíðkast hafa lengi í nágrannalöndunum," segir hún. „Þetta hús er ekki barn síns tíma heldur afi síns tíma og ætti að vera búið að brjóta upp þessa íbúðarbyggð fyrir löngu," segir Svavar Knútur en bendir á að skoðun hans sé ekki áfellisdómur yfir fólkinu sem þar býr heldur þeim aðstæðum sem það býr við.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira