Erlent

Tveggja barna faðir með 180.000 barnaklámmyndir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kvæntur tveggja barna faðir á fimmtugsaldri í Helsingjaeyri á Sjálandi í Danmörku hlaut í gær dóm fyrir að hafa í fórum sínum 180.000 ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn hátt.

Dönsk yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum en maðurinn mun þó sleppa með mun vægari dóm en ella þar sem rannsókn málsins hefur tafist úr hófi fram hjá lögreglu en myndirnar fundust árið 2005. Tafir í málinu nema því þremur árum og mun dómari á næstu dögum ákveða hve þungan dóm sakborningurinn hlýtur í ljósi þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×