Íslandsför Max Keiser Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2008 10:07 Max Keiser. MYND/Maxkeiser.com Max Keiser, fyrrum verðbréfabraskari á Wall Street en nú blaðamaður, fjármálasérfræðingur og faðir Hollywood-kauphallarinnar svokölluðu, ritar grein á vefinn Huffington Post um kynni sín af íslensku hagkerfi, leiðangur sinn hingað til að rannsaka það vorið 2007 og viðbrögð íslenskra viðmælenda þegar hann spurði þá hvað yrði þegar bólan spryngi. „Ég fór til Íslands til að kynna mér það sem menn kölluðu kraftaverkahagkerfið. Þarna var ein tekjuhæsta þjóð heims með banka og fyrirtæki sem keyptu breskar stórverslanir í kippum. Hvernig fór 300.000 manna samfélag að þessu?" skrifar Keiser. Ásgeir Jónsson hló Hann lýsir því, og birtir myndband með, þegar hann ræddi við Ásgeir Jónsson, hagfræðing og yfirmann greiningardeildar Kaupþings, sem hló þegar Keiser spurði hann hvort ekki væri hætta á því að fjöldamótmæli brytust út í kjölfar þess að alþjóðlega skuldabólan spryngi. „Allir sem ég ræddi við á Íslandi gáfu mér einhverjar óendanlega flóknar skýringar á þessu hagræna kraftaverki en ég óttaðist að hlutirnir væru í raun sáraeinfaldir og þarna væru sjóðandi heitir fjármunir að streyma frá brunni alþjóðlegrar spákaupmennsku. Væri trú mín á rökum reist ætti Ísland von á harkalegri brotlendingu því óhjákvæmilega boðar innstreymi heitra fjármuna ávallt útstreymi þeirra á ný," skrifar Keiser enn fremur. Evrópsk þjóð, amerískur vinnumarkaður Hann segir 50 tíma vinnuviku Íslendinga samsvara því að hér búi 500.000 manns en ekki 300.000 og segir Íslendinga evrópska þjóð með amerískan vinnumarkað. „Svona var það nú. Fljótari en byssukúla, öflugri en eimreið, klífur hæstu byggingar á sekúndum. Sjáið þarna! Þetta er fugl, þetta er flugvél, þetta er Súpermann! Þetta er lygasaga sem þjóðin trúði," klykkir Keiser út en hann er þekktur fyrir allt annað en að draga fjöður yfir kenningar sínar svo sem glöggt má sjá á heimasíðu hans. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Max Keiser, fyrrum verðbréfabraskari á Wall Street en nú blaðamaður, fjármálasérfræðingur og faðir Hollywood-kauphallarinnar svokölluðu, ritar grein á vefinn Huffington Post um kynni sín af íslensku hagkerfi, leiðangur sinn hingað til að rannsaka það vorið 2007 og viðbrögð íslenskra viðmælenda þegar hann spurði þá hvað yrði þegar bólan spryngi. „Ég fór til Íslands til að kynna mér það sem menn kölluðu kraftaverkahagkerfið. Þarna var ein tekjuhæsta þjóð heims með banka og fyrirtæki sem keyptu breskar stórverslanir í kippum. Hvernig fór 300.000 manna samfélag að þessu?" skrifar Keiser. Ásgeir Jónsson hló Hann lýsir því, og birtir myndband með, þegar hann ræddi við Ásgeir Jónsson, hagfræðing og yfirmann greiningardeildar Kaupþings, sem hló þegar Keiser spurði hann hvort ekki væri hætta á því að fjöldamótmæli brytust út í kjölfar þess að alþjóðlega skuldabólan spryngi. „Allir sem ég ræddi við á Íslandi gáfu mér einhverjar óendanlega flóknar skýringar á þessu hagræna kraftaverki en ég óttaðist að hlutirnir væru í raun sáraeinfaldir og þarna væru sjóðandi heitir fjármunir að streyma frá brunni alþjóðlegrar spákaupmennsku. Væri trú mín á rökum reist ætti Ísland von á harkalegri brotlendingu því óhjákvæmilega boðar innstreymi heitra fjármuna ávallt útstreymi þeirra á ný," skrifar Keiser enn fremur. Evrópsk þjóð, amerískur vinnumarkaður Hann segir 50 tíma vinnuviku Íslendinga samsvara því að hér búi 500.000 manns en ekki 300.000 og segir Íslendinga evrópska þjóð með amerískan vinnumarkað. „Svona var það nú. Fljótari en byssukúla, öflugri en eimreið, klífur hæstu byggingar á sekúndum. Sjáið þarna! Þetta er fugl, þetta er flugvél, þetta er Súpermann! Þetta er lygasaga sem þjóðin trúði," klykkir Keiser út en hann er þekktur fyrir allt annað en að draga fjöður yfir kenningar sínar svo sem glöggt má sjá á heimasíðu hans.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila