Innlent

Segir fjárlagafrumvarpið ekki ónýtt plagg

Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið ekki ónýtt plagg eftir atburði síðustu daga. En að það eigi eftir að taka breytingum í meðförum þingsins.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2009 þann 1. október. Óhætt er að segja að margt hafi gerst á þeim stutta tíma sem liðinn er, margt sem hlýtur að breyta áherslum frumvarpsins.

Forsætisráðherra er þó ekki á því að fjárlagafrumvarp næsta árs sé ónýtt plagg. „En það er auðvitað haldið áfram að vinna í því í þinginu eins og gert er reyndar á hverju ári. Fjárlagafrumvarp tekur breytingum á hverju einasta ári í meðförum þingsins," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×