Innlent

Vilhjálmur Egilsson: Fagna þessum fyrstu skrefum

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.

„Ég fagna því mjög að bankinn skuli vera kominn á þessa braut. Þetta eru fyrstu skrefin og það fylgja vonandi fleiri í kjölfarið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Ég hef talið óvarlegt að hafa muninn á milli Íslands og evrusvæðisins meiri en þrú prósent og þangað liggur leiðin," segir Vilhjálmur.

Hann segir að til þess að það takmark náist þurfi að lækka vextina í um það bil sjö til átta prósent til að byrja með, en evrópski seðlabankinn hefur verið að lækka vexti sína undanfarið. Næsti vaxtaákvörðunardagur verður 6. nóvember en Vilhjálmur býst jafnvel við því að frekari lækkun verði tilkynnt fyrir þann tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×