Vilja yfirtaka rekstur Landsvirkjunar 15. október 2008 19:45 Fjárfestingarsjóðurinn Riverstone Holdings vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar næstu ár og greiða áætlaðan hagnað fyrirfram. Fulltrúar frá fjárfestingarsjóðnum kynntu Landsvirkjun hugmyndina á fundi í síðustu viku. Riverstone Holdings er bandarískur fjárfestingasjóður sem einbeitir sér að orkufyrirtækjum. Sjóðurinn kaupir upp tekjustrauma fyrirfram, það er greiðir út áætlaðan hagnað fyrirtækjanna fyrirfram og veðjar á að innkoman verði hærri. Mismunurinn ef einhver er rennur svo til Riverstone sjóðsins og að samningstíma loknum taka fyrri eigendur við rekstrinum á ný. Nú beinir Riverstone athyglinni að eignum Landsvirkjunar. Tveir fulltrúar frá sjóðnum voru hér í síðustu viku og fengu áheyrnarfund hjá Landsvirkjun. Þeir kynntu starfsemi sjóðsins og reyndu einnig að fá fundi með ráðherrum en á þeim stóð, hvort sem um er að kenna áhugaleysi eða afleitri tímasetningu. Þeir voru hér þegar spilaborgin, íslenskt efnahagslíf, tók að hrynja. Engar upphæðir voru nefndar á fundi Riverstone með Landsvirkjun en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sjóðurinn áhuga á að kaupa upp tekjustrauma Landsvirkjunar eða einstakra virkjana, til næstu tíu til fimmtán ára. Til samanburðar má benda á að hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári voru 28, 5 milljarðar króna og handbært fé frá rekstri, eða þeir peningar sem fyrirtækið skilaði tæpir 9 milljarðar. Riverstone hefur yfir að ráða 14,8 milljörðum dollara og hefur síðustu átta ár fjárfest í fyrir 8 og hálfan milljarð dollara í meira en 50 fyrirtækjum í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Hvort um sé að ræða hákarla sem freista þess að ná einni verðmætustu þjóðareign Íslendinga á brunaútsölu eða gullið tækifæri til að fá gjaldeyri til landsins skal ósagt látið. Hins vegar er ljóst að Landsvirkjun er stór hlekkur í þeirri keðju sem þarf að reiða sig á til að koma þjóðarskútunni aftur á siglingu. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Riverstone Holdings vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar næstu ár og greiða áætlaðan hagnað fyrirfram. Fulltrúar frá fjárfestingarsjóðnum kynntu Landsvirkjun hugmyndina á fundi í síðustu viku. Riverstone Holdings er bandarískur fjárfestingasjóður sem einbeitir sér að orkufyrirtækjum. Sjóðurinn kaupir upp tekjustrauma fyrirfram, það er greiðir út áætlaðan hagnað fyrirtækjanna fyrirfram og veðjar á að innkoman verði hærri. Mismunurinn ef einhver er rennur svo til Riverstone sjóðsins og að samningstíma loknum taka fyrri eigendur við rekstrinum á ný. Nú beinir Riverstone athyglinni að eignum Landsvirkjunar. Tveir fulltrúar frá sjóðnum voru hér í síðustu viku og fengu áheyrnarfund hjá Landsvirkjun. Þeir kynntu starfsemi sjóðsins og reyndu einnig að fá fundi með ráðherrum en á þeim stóð, hvort sem um er að kenna áhugaleysi eða afleitri tímasetningu. Þeir voru hér þegar spilaborgin, íslenskt efnahagslíf, tók að hrynja. Engar upphæðir voru nefndar á fundi Riverstone með Landsvirkjun en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sjóðurinn áhuga á að kaupa upp tekjustrauma Landsvirkjunar eða einstakra virkjana, til næstu tíu til fimmtán ára. Til samanburðar má benda á að hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári voru 28, 5 milljarðar króna og handbært fé frá rekstri, eða þeir peningar sem fyrirtækið skilaði tæpir 9 milljarðar. Riverstone hefur yfir að ráða 14,8 milljörðum dollara og hefur síðustu átta ár fjárfest í fyrir 8 og hálfan milljarð dollara í meira en 50 fyrirtækjum í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Hvort um sé að ræða hákarla sem freista þess að ná einni verðmætustu þjóðareign Íslendinga á brunaútsölu eða gullið tækifæri til að fá gjaldeyri til landsins skal ósagt látið. Hins vegar er ljóst að Landsvirkjun er stór hlekkur í þeirri keðju sem þarf að reiða sig á til að koma þjóðarskútunni aftur á siglingu.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira