Innlent

Nokkuð af fíkniefnum og sterum fundust á Akureyri

Nokkuð af kannabisefnum, kókaíni og amfertamíni, auk rösklega hundrað sterataflna, fannst við húsleit á Akureyri í gær.

Tveir menn voru handteknir vegna rannsóknar málsins og játaði annar að eiga efnin. Einnig að hafa selt fíkniefni á Akureyri fyrr í mánuðinum. Mönnum var sleppt að yfirheyrslu lokinni og telst málið upplýst. Málsskjöl verða send saksóknara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×