Lífeyrissjóðirnir bíða svars frá stjórnvöldum 15. október 2008 14:36 Árni Guðmundsson framkvæmdarstjóri Gildi lífeyrissjóðs. „Síðast þegar ég vissi var svarið ekki komið, en það hlýtur að fara að koma," segir Árni Guðmundsson framkvæmdarstjóri Gildi lífeyrissjóðs en fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sent yfirvöldum erindi um hugsanlega yfirtöku á innlendri starfsemi Kaupþings. Gildi er einn þessara sjóða en Árni segir að erindið hafi verið sent til stjórnvalda fyrir um sólarhring síðan. „Erindið snýst um það hvort menn séu til í viðræður um að sjóðirnir muni hugsanlega eignast hlut af bankanum og þá aðallega innlendu starfsemina," segir Árni sem vill lítið segja til um hvort menn séu bjartsýnir á að þetta verði að veruleika. „Það er útilokað að segja, við verðum fyrst að bíða eftir svari og svo sjá hvort menn vilja ræða þetta á sömu nótum." Aðspurður um ástæðu þess að lífeyrissjóðirnir hafi ákveðið að leita til stjórnvalda með þessa hugmynd segir Árni að í því umróti sem nú ríki sé ljóst að miklir fjármunir hafi tapast og menn verði að skoða þau tækifæri sem upp koma. „Með þessari hugmynd eru menn að reyna að vinna til baka eitthvað af því sem tapaðist. Með því vilja menn endurreisa bankann og gera hann arðbærann til framtíðar og þannig skila til baka einhverju af þessum fjármunum. Menn vilja heldur ekki sjá að allir bankarnir séu í eigu ríkissins." Aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að lífeyrissjóðirnir verði þá komnir í samkeppni við ríkið í bankastarfsemi segir Árni: „Þakð má alveg segja það en við teljum það ekki vera neitt slæmt í sjálfu sér. Þetta er hinsvegar á byrjunarstigi enn og það er langt í land. Að okkar mati er þetta hinsvegar eitthvað sem vel þessi virði er að skoða." Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
„Síðast þegar ég vissi var svarið ekki komið, en það hlýtur að fara að koma," segir Árni Guðmundsson framkvæmdarstjóri Gildi lífeyrissjóðs en fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sent yfirvöldum erindi um hugsanlega yfirtöku á innlendri starfsemi Kaupþings. Gildi er einn þessara sjóða en Árni segir að erindið hafi verið sent til stjórnvalda fyrir um sólarhring síðan. „Erindið snýst um það hvort menn séu til í viðræður um að sjóðirnir muni hugsanlega eignast hlut af bankanum og þá aðallega innlendu starfsemina," segir Árni sem vill lítið segja til um hvort menn séu bjartsýnir á að þetta verði að veruleika. „Það er útilokað að segja, við verðum fyrst að bíða eftir svari og svo sjá hvort menn vilja ræða þetta á sömu nótum." Aðspurður um ástæðu þess að lífeyrissjóðirnir hafi ákveðið að leita til stjórnvalda með þessa hugmynd segir Árni að í því umróti sem nú ríki sé ljóst að miklir fjármunir hafi tapast og menn verði að skoða þau tækifæri sem upp koma. „Með þessari hugmynd eru menn að reyna að vinna til baka eitthvað af því sem tapaðist. Með því vilja menn endurreisa bankann og gera hann arðbærann til framtíðar og þannig skila til baka einhverju af þessum fjármunum. Menn vilja heldur ekki sjá að allir bankarnir séu í eigu ríkissins." Aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að lífeyrissjóðirnir verði þá komnir í samkeppni við ríkið í bankastarfsemi segir Árni: „Þakð má alveg segja það en við teljum það ekki vera neitt slæmt í sjálfu sér. Þetta er hinsvegar á byrjunarstigi enn og það er langt í land. Að okkar mati er þetta hinsvegar eitthvað sem vel þessi virði er að skoða."
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira