Lífið

„Haddaway mótaði mig sem tónlistamann“

„Það er ekki til meiri Haddaway aðdáandi en ég á Íslandi," segir Merzedes liðinn og fjarþjálfunarmeistarinn Egill „Gillzenegger" Einarsson. „Haddaway hefur mótað mig sem tónlistamann."

Gillz segist að sjálfsögðu ætla á væntanlega tónleika kappans á Nasa. Að sjálfsögðu klæddur í stíl við tilefnið. „Það kæmi mér ekki á óvart að ég myndi mæta í glanssamfestingi og buffaloskóm, taka nett hommaconcept á þetta," segir Gillz, og bætir við að það sé ekki útilokað að hann reyni að skottast upp á svið til að taka lagið með átrúnaðargoðinu.

Lag Haddaway, „What is love", er fyrirferðarmikið í kvikmyndinni „Night at the Roxbury". Aðalpersónur myndarinnar eru með nokkuð sérstakan dansstíl sem felst í taktvissum höfuðhnykkjum. Gillz segir nauðsynlegt að fólk sjái myndina og læri dansinn fyrir tónleikana.

„Það verða allir að læra dansinn áður en þeir fara að sjá Haddaway," segir Gillz, sem verður að sjálfsögðu fremstur í flokki með haushreyfingarnar. „Þetta er ekki flókinn dans, en mikilvægt að gera hann rétt. Ef helmingurinn hreyfir hausinn til vinstri og helmingurinn til hægri, þá verður það bara kjánalegt."

Gillz vonar að átrúnaðargoðið haldi sig við slagarana og sleppi nýjustu lögunum sínum. „What is love er eitt besta danslag allra tíma. Ég vona að hann spili það bara þrisvar fjórum sinnum og drífi sig svo," segir Gillz. „Ég tékkaði aðeins á nýja stöffinu og var ekkert að missa þvag yfir því.




Tengdar fréttir

Haddaway á leið til landsins

Næntís goðsögnin Haddaway spilar ásamt Curver og Kiki Ow á næntískvöldi á Nasa þann þriðja október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.