Innlent

Leita enn að stolnum rafmagnslyftara

Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn að appelsínugulum rafmagnslyftara, sem stolið var úr fiskverkunarhúsi í Sandgerði um helgina.

Þrátt fyrir eftirgrennslan virðist engin hafa séð til ferða lyftarans, en hann mun hafa getað komist all langt á rafhleðslunni.

Lyftarinn er af Toyota gerð og ber vinnuvélanúmerið JL 4481, ef einhver skyldi mæta honum í morgunumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×