Lífið

Ásdís nýtir sér vinsældirnar í Búlgaríu

MYND/ArnoldStúdio
„Aðallega er fólk að bjóða mig velkomna og hrósa mér," segir fyrirsætan Ásdís Rán. Skilaboðum hefur rignt inn á heimasíðuna hennar frá búlgörskum aðdáendum frá því það fréttist að hún og eiginmaðurinn, fótboltakappinn Garðar Gunnlaugsson, væru að flytja til landsins.

Garðar er farinn út, en Búlgarar bíða komu Ásdísar af mikilli óþreyju. Enda hafa þau hjónin verið tíðir gestir á slúðursíðum þarlendra dagblaða undanfarið. Ásdís er að vonum ánægð með viðtökurnar. „Mér líst bara vel á þetta, og ætla að nýta mér athyglina sem ég fæ með það að markmiði að ná kjósendum fyrir „Milljón dollara" keppnina á næsta ári," segir Ásdís. „Ég er betur stödd með tvö lönd bak við mig en eitt."

Ásdís vinnur nú hörðum höndum að því að pakka búslóð fjölskyldunnar í Svíþjóð, og ráðgerir að halda á vit ævintýranna eftir viku eða tvær. Búið er að tryggja þeim hús úti, og segir Ásdís það hið fínasta. „Húsnæðið sem við búum í er ágætt. Það er öruggur garður fyrir börnin, og aðgangur að spa, líkamsrækt, sundlaug og fleiru sem er frekar áríðandi þegar maður býr í Búlgaríu," segir Ásdís.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.