Innlent

Árni Páll: Landsbankinn verður að axla ábyrgð

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hóf í dag umræðu á Alþingi um fjármálalöggjöfina og beindi hann orðum sínum til Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns viðskiptanefndar.

Kristinn spurði hvers vegna ekki hafi verið gripið fyrr inn í atburðarás undanfarina vikna. Í umræðunum tóku einungis stjórnarliðar til máls að Kristni undanskildum. Þar á meðal var Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.

Árni sagði úttekt á ástæðum hrunsins í efnahagslífinu ætti hvergi betur heima en í opnu nefndarstarfi viðskiptanefndir þar sem að almenningi gefst færi á fylgjast með.

,,Maður hlýtur að staðnæmast við hina siðferðilegu ábyrgð, rekstrarlegu ábyrgð og refsiréttarlegu ábyrgð forsvarsmanna Landsbankans sem héldu áfram að stofna til skuldbinda eftir að fyrir lágu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins að það væri ekki með fullnægjandi hætti um hnúta búið," sagði Árni. ,,Þar liggur stór ábyrgð og þeir sem hana kusu að axla verða að svara fyrir þær ákvarðanir."

Landsbankinn átti að vera búin að breyta Icesave-reikningunum þannig að þeir tilheyrðu dótturfélagi en ekki útibúum, að mati Ágúst Ólafs. ,,Ef bankinn hefði verið búinn af því sætu íslenskir skattgreiðendur ekki með þessa ábyrgð eins og stefnir í að þeir geri að einhverju leyti."

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ljóst að mikið hafi farið úrskeiðis. Meta þurfi fjármálalöggjöfina í framhaldinu og eðlilegra væri að fyrirtæki bæru ábyrð í stað almennings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×