Innlent

Dæmd fyrir að falsa undirskrift á víxli

MYND/Ingólfur

Kona á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa falsað undirskrift á víxli sem hún afhenti sem tryggingu á leigugreiðslum.

Víxilinn var upp á nærri 270 þúsund krónur og falsaði konan áritun karlmanns í reiti fyrir áritun og framsal útgefenda. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×