Innlent

Neyslan minnkar en verðið hækkar

MYND/Heiða

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2,6 prósent á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjnum tölum frá Rannsóknarsetir verslunnarinnar.

Þegar hins vegar er horft til breytilegs verðlags jókst veltan um 17,5 prósent. Þetta þýðir að neysla landsmanna minnkar en hins vegar þurfa þeir að greiða meira fyrir matinn en fyrir ári. Verð á dagvöru hækkaði um fimmtung á einu ári, frá september í fyrra til september á þessu ári.

Þá sýna tölur Rannsóknarsetursins að áfengissala hafi aukist um 0,3 prósent á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra. Salan jókst um 9,5 prósent á föstu verðlagi. Áfengisverð hefur hækkað um rúm níu prósent á milli ára.

Þá varð samdráttur í fataverslun á milli ára, um 17,5 prósent á föstu verðlagi og nærri fimm prósent á breytilegu verðlagi. Þannig reyndist velta í fataverslun 27 prósentum minni í september en í mánuðinum á undan að raunvirði og verð á fötum hækkaði um 13 prósent á milli sömu mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×