Innlent

Útlit fyrir að lífeyrissjóðir óski eftir viðræðum um kaup á Kaupþingshlut

Allt bendir til þess að fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins óski eftir formlegum viðræðum við ríkisstjórnina í dag um kaup á ráðandi hlut í innlendum hluta Kaupþings, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Bréf þess efnis verður boðsent Fjármálaeftirlitinu eftir hádegið. Stíf fundahöld hafa staðið yfir vegna málsins. Fulltrúar lífeyrissjóðanna hittust á fundi í gærkvöldi þar sem farið var yfir það og nú fyrir hádegi var erfitt að ná í stjórnarmenn þar sem verið var að ganga frá lausum endum.

Lífeyrissjóðirnir hafa hug á því að eignast 51 prósent í Kaupþingi og er aðkoma annarra fjárfesta einnig mikilvæg. Hún er á þessari stundu ekki ljós en þó eru nú þegar í gangi þreifingar við fjársterka aðila sem ekki fást uppgefnir hverjir eru. Viðbrögð stjórnvalda við málaleitan lífeyrissjóðanna hafa verið jákvæð.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×