Lífið

Hlustaðu á íslenska stuðningsmannalagið

Valgeir Guðjónsson
Valgeir Guðjónsson
Eitt ógleymanlegasta dægurlag Íslands er án efa „Gerum okkar besta", sem Valgeir Guðjónsson samdi fyrir 20 árum síðan. Valgeir segir að lagið hafi nú ef til vill ekki reynst vel til að byrja með. Það var samið fyrir Ólympíuleikana í Seoul. Þá fór nú ekki eins og menn höfðu ætlað," segir Valgeir. Hann bendir á að lagið hafi lifað vel þrátt fyrir að árangurinn á Ólympíuleikunum orðið ekki eins og vænst hafi verið til.

Valgeir bendir á að lagið sé ekki endilega handboltalag heldur almennt hvatningarlag. „Og menn geta notað það hvort sem er í boccia eða blaki," segir hann. Valgeir segist hafa töluverðan áhuga á handbolta og hann hafi spilað sem strákur. „En ég verð alltaf svo æstur þegar þeir spila. Ég er yfirleitt með annað augað á skjánum. Ef þetta verður óbærilegt þá get ég alltaf staðið upp," segir Valgeir. Hann segist ætla að fylgjast með þegar Íslendingar mæta Spánverjum nú í hadeginu.

Hægt er að hlusta á stuðningsmannalagið með því að fara á YouTube vefsíðuna eða smella hér.

Þú getur séð textann með því að smella á skjalið hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.