Lífið

Hörður færði eiginkonu Ramses blóm

Rosemary var í skýjunum með fregnirnar.
Rosemary var í skýjunum með fregnirnar.
Hamingjuóskirnar létu ekki á sér standa þegar það fréttist að von væri á Paul Ramses aftur til landsins. Hörður Torfason tónlistamaður hefur verið atkvæðamikill í baráttunni fyrir því að mál Ramses verði tekið upp að nýju. Hann hljóp til og færði Rosemary, eiginkonu Ramses, myndarlegan blómvönd í tilefni dagsins.

Í morgun ákvað utanríkisráðuneytið að umsókn Ramses um hæli hér á landi yrði tekið fyrir efnislega, og segir lögfræðingur þeirra hjóna að því sé ekkert því til fyrirstöðu að hann komi aftur til landsins. Ekki er vitað hvenær það verður, en Hörður segir það verða sem fyrst. Hann og Rosemary voru að vonum ánægð með fregnirnar, Rosemary sínu mest. „Ég á engin orð," segir Rosemary, klökk yfir tíðindunum. „Ég öskraði og hló þegar ég heyrði þetta."

Hún segir hamingjuóskunum og sms skilaboðum hafa rignt yfir sig síðan fréttist af málinu. Tíðindin eru ekki síst ánægjuleg fyrir þriggja mánaða son þeirra hjóna, Fidel Smára, en hann hefur ekki séð pabba sinn frá því hann var þriggja vikna gamall.





Fidel Smári var ekki síður ánægður með tíðindin.MYND/Michael Ouma
Í morgun ákvað utanríkisráðuneytið að umsókn Ramses um hæli hér á landi yrði tekið fyrir efnislega, og segir lögfræðingur þeirra hjóna að því sé ekkert því til fyrirstöðu að hann komi aftur til landsins. Ekki er vitað hvenær það verður, en Hörður segir það verða sem fyrst. Hann og Rosemary voru að vonum ánægð með fregnirnar, Rosemary sínu mest. „Ég á engin orð," segir Rosemary, klökk yfir tíðindunum. „Ég öskraði og hló þegar ég heyrði þetta."

Hún segir hamingjuóskunum og sms skilaboðum hafa rignt yfir sig síðan fréttist af málinu. Tíðindin eru ekki síst ánægjuleg fyrir þriggja mánaða son þeirra hjóna, Fidel Smára, en hann hefur ekki séð pabba sinn frá því hann var þriggja vikna gamall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.