Lífið

Íslenskir stuðningsmenn fagna á Spáni

Íslendingarnir glaðir á Spáni.
Íslendingarnir glaðir á Spáni. MYND/María Einarsdóttir

Íslendingar fagna glæstum sigri íslenska handboltalandsliðsins ekki eingöngu hér á landi heldur út um allan heim.

Þannig fékk Vísir fregnir af hópi um fjörutíu Íslendinga sem skemmti sér konunglega yfir leiknum á Lanzarote.

Var kátt á hjalla hjá öllum í hópnum og virtust Spánverjarnir ekkert svo súrir yfir tapinu enda var sigur Íslendinga fyllilega verðskuldaður.

Nú þegar er búið að taka frá pláss fyrir Íslendingana á sportbarnum á sunnudaginn kemur þegar Íslendingar leika gegn Frökkum í sjálfum úrslitaleik Ólympíuleikanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.