Lífið

Lemstraður Frímann hvetur bankastarfsmenn til dáða

Frímann Gunnarsson, lífskúnstner og menningarviti, heimsótti höfuðstöðvar Glitnis á Kirkjusandi í morgun þar sem hann hvatti starfsmenn bankans til dáða í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer á morgun.

Frímann er sjálfur illa fyrir kallaður þar sem er slasaður á fæti, en hann tognaði illilega þegar hann steig fram úr rúminu fyrir nokkrum dögum. Frímann var þó brattur í morgun og miðlaði af reynslu sinni starfsmönnum Glitnis til fróðleiks og skemmtunar.

Frímann hvatti alla sem ekki hafa enn skráð sig í hlaupið að mæta í Laugardalshöllina og skrá sig þar, en hægt verður að skrá sig til kl. 21.00 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.