Fótbolti

Liam Brady aðstoðar Trapattoni

Trapattoni þjálfar írska landsliðið
Trapattoni þjálfar írska landsliðið Nordic Photos/Getty Images

Liam Brady skrifaði í dag undir tveggja ára samning við írska knattspyrnusambandið um að verða aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni hjá írska knattspyrnulandsliðinu.

Brady er yfirmaður knattspyrnuakademíu Arsenal en félagið samþykkti að leyfa honum að bæta við sig verkefninu hjá landsliðinu. Brady spilaði undir stjórn Trapattoni hjá Juventus á níunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×